Lögreglan í höfuðborginni með 4.000 mál til meðferðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Ákærusviði berast fleiri mál en áður. Að jafnaði eru málin 2-3 þúsund en núna um 4 þúsund. vísir/andri marinó „Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
„Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira