Sport

Leikmenn Eagles fá ekki borð á veitingastöðum í Minneapolis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maragos er á hnjánum en ekki er víst að bænir skili því að hann fái inn á veitingastað í Minneapolis.
Maragos er á hnjánum en ekki er víst að bænir skili því að hann fái inn á veitingastað í Minneapolis. vísir/getty
Tapsárir stuðningsmenn Minnesota Vikings ætla að sjá til þess að Super Bowl-vikan verði engin dans á rósum hjá leikmönnum Philadelphia Eagles.

Ernirnir komust í Super Bowl með því að pakka Vikings saman, 38-7, og Vikings náði því ekki að verða fyrsta liðið til þess að spila Super Bowl á heimavelli.

Það er ekki bara svekkelsið út af úrslitum leiksins sem er ástæðan fyrir því að stuðningsmenn Vikings eru súrir út í Eagles.

Stuðningsmenn Eagles létu nefnilega eins og hálfvitar við þá á leiknum. Köstuðu bjórdósum og öðru lauslegu í þá fyrir leik. Það er geymt en ekki gleymt.





Chris Maragos, varnarmaður Eagles, greindi frá því á Twitter að hann hefði verið að reyna að fá borð fyrir sig og liðsfélaga sína í Eagles á veitingastöðum í Minneapolis en það hefði alls ekki gengið vel.

Er Maragos tísti höfðu þrír veitingastaðir þegar hafnað því að fá Maragos og félaga í mat. Þeir verða því líklega bara að borða á hótelinu sínu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×