Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar. Neytendur Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar.
Neytendur Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira