Stofnandi IKEA látinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 11:06 Ingvar Kamprad var 91 árs þegar hann lést. Vísir/AFP Ingvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgangakeðjunnar IKEA, er látinn 91 árs að aldri. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að Kamprad hafi látist á heimili sínu í Småland í gær. Kamprad er lýst sem „einum mesta frumkvöðli 20. aldarinnar“ í yfirlýsingunni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Kamprad hafi lengi glímt við spurninga um tengsl sín við nasista. Hann hafi talað um þau sem „mestu mistök“ lífs hans. Kamprad fæddist í Småland í suðurhluta Svíþjóðar árið 1926. Hann stofnaði IKEA árið 1943 þegar hann var aðeins sautján ára gamall. Samsett húsgögn keðjunnar njóta mikilla vinsælda víða um heim. Í frétt Reuters kemur fram að Kamprad hafi fengið hugmyndina þegar hann sá starfsmann skrúfa fætur af borði til að koma fyrir í bíl viðskiptavinar. Hann hafi þá gert sér grein fyrir að hægt væri að spara pening með því að spara pláss. Tekjur IKEA á ársgrundvelli stefni nú í að nema um 62 milljörðum dollara. Andlát IKEA Norðurlönd Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ingvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgangakeðjunnar IKEA, er látinn 91 árs að aldri. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að Kamprad hafi látist á heimili sínu í Småland í gær. Kamprad er lýst sem „einum mesta frumkvöðli 20. aldarinnar“ í yfirlýsingunni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Kamprad hafi lengi glímt við spurninga um tengsl sín við nasista. Hann hafi talað um þau sem „mestu mistök“ lífs hans. Kamprad fæddist í Småland í suðurhluta Svíþjóðar árið 1926. Hann stofnaði IKEA árið 1943 þegar hann var aðeins sautján ára gamall. Samsett húsgögn keðjunnar njóta mikilla vinsælda víða um heim. Í frétt Reuters kemur fram að Kamprad hafi fengið hugmyndina þegar hann sá starfsmann skrúfa fætur af borði til að koma fyrir í bíl viðskiptavinar. Hann hafi þá gert sér grein fyrir að hægt væri að spara pening með því að spara pláss. Tekjur IKEA á ársgrundvelli stefni nú í að nema um 62 milljörðum dollara.
Andlát IKEA Norðurlönd Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira