Björn Teitsson vill 3. sæti á lista VG í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:09 Björn hefur verið formaður Félags um bíllausan lífsstíl. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira