Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. vísir/anton brink „Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira