Starfshópur um Laugardalsvöll skilar tillögum 1. apríl │Vilja ekki hugsa til heimaleikja í Köben Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:30 Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27
Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30