Stuðningsmenn Áslaugar virkastir á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 11:12 Ef einhverjar vísbendingar má finna í fjölda stuðningsmanna á Facebook, þá stendur slagurinn um leiðtogasætið milli þeirra Áslaugar og Eyþórs. Kosið verður í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni á morgun milli klukkan 10 og 18. Mikill hiti hefur færst í leikinn og virðist slagurinn einkum standa á milli Áslaugar Friðriksdóttur og Eyþórs Arnalds. Eins og sjá mátti til að mynda á þessari frétt Vísis frá í gær. Ekki liggja fyrir neinar skoðanakannanir á fylgi svo vitað sé en það eru leiðir til að geta sér til um hvernig landið liggur. Vísbendingar. Langt er síðan stjórnmálamenn tóku að nýta sér samfélagsmiðla í auglýsingaskyni. Þá er gjarnan sá háttur hafður á að stofnuð er sérstök „læk-síða“, sem er frábrugðin persónulegum Facebook-síðum og kallast samfélagssíður. Allir þeir sem bjóða sig fram í leiðtogaprófkjörinu hafa sett upp slíka síðu. Eða, næstum því allir. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, stendur ekki í slíku.Áslaug og hennar fólk er virkast á Facebook. Spurning hvort það gefur vísbendingu um hvernig fer á morgun.Slíkar síður eru alla jafnan settar upp til að halda utan um eitthvað tiltekið efni, allt það sem snýr að viðkomandi, stjórnmálamanni í þessu tilviki. Þetta eru ekki persónulegar síður heldur er tilteknum afmörkuðum skilaboðum komið á framfæri, þar má gjarnan finna tilkynningar um viðburði og eða myndbönd frá stjórnmálamönnunum þar sem þeir hnykkja á helstu stefnumálum sínum og áherslum. En, ef þessar síður eru skoðaðar kemur á daginn að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi nýtur mests fylgis á Facebook. Þegar Vísir fór á stúfana í morgun til að skoða hvernig landið liggur á þessum mikla og umdeilda samfélagsmiðli þá höfðu 2.152 manns „lækað“ stjórnmálasíðuna Áslaug María Friðriksdóttir.Sérstakar samfélagssíður nota stjórnmálamenn til að koma á framfæri tilkynningum á borð við kosningakaffi.Eyþór Arnalds athafnamaður er í öðru sætinu í þessum efnum. 1,744 hafa sett læk við kosningasíðu hans og ljóst að hann má herða sig, samkvæmt þessu.Síða Eyþórs er þó lífleg vel og virk vel. Þar má til að mynda finna vel unnið myndband þar sem rætt er við félaga hans í Tappa Tíkarass, Jakob Magnússon bassaleikara, sem talar vel um sinn mann og Eyþór sjálfur lýsir því yfir að pönkið sé frelsi. Þau Áslaug og Eyþór hafa mikla yfirburði á þessu sviði og sé litið til þess má ljóst vera að slagurinn er milli þeirra. Vert er þó að setja hér alla fyrirvara á, vitaskuld eru ýmis önnur atriði sem munu ráða úrslitum en virkni á Facebook.Erfitt er að gera greinarmun á persónulegri síðu Kjartans Magnússonar og svo samfélagssíðunni stjórnmálamaðurinn Kjartan Magnússon.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er aftarlega á merinni í þessum efnum. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Ef við viljum lesa einhverjar vísbendingar í virkni á þessum pólitísku síðum frambjóðenda þá mun hann ekki ríða feitum hesti frá kosningunum á morgun. En, þess ber þó að geta að varhugavert gæti reynst að afskrifa Kjartan sem hefur starfað með flokknum frá blautu barnsbeini og er heimagangur í Valhöll sem mun eflaust gagnast honum vel í þessum slag. En, einungis 113 manns hafa smellt á þar til gerðan hnapp til marks um að þeim líki vel þetta tiltekna framtak hans. Kjartan leggur ekki mikið í samfélagssíðuna Kjartan Magnússon stjórnmálamaður og reyndar er erfitt að gera greinarmun á henni og svo persónulegri Facebooksíðu Kjartans.Ábúðarfullur er titillinn á síðu Viðars. Þar er mynd af Ali og á síðunni má finna nokkur myndbandsbrot þar sem hann lýsir grjóthörðum sjónarmiðum sínum. Viðar er mikill talsmaður eignarréttar en hefur þó fengið höfundarréttarvarða mynd Vísis lánaða í prófílinn.Viðar Guðjohnsen er án nokkurs vafa sá maður sem hefur valdið mestum usla í tengslum við leiðtogaslaginn. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir grjóthörð harðlínuhægri-sjónarmið, hreinan og kláran Darwinisma sem gengur út á að þeir sterkustu lifi af. En, þó Viðar sé vaskur júdógarpur þá á hann lítið í þau Áslaugu og Eyþór á þessum vettvangi. En, hann leggur Kjartan: 394 hafa klikkað á læk-hnappinn á samfélagssíðu hans. Vilhjálmur Bjarnason hefur hins vegar ekki haft fyrir því að setja upp sérstaka síðu vegna leiðtogakjörsins eða það að halda utan um allt það sem snýr að stjórnmálamanninum Vilhjálmi. Við erum því að tala um 0 þegar hann er annars vegar í því samhengi. Vilhjálmur notar hins vegar sína persónulegu Facebooksíðu til að koma á framfæri athugasemdum bjóði honum svo við að horfa.Vilhjálmur Bjarnason notar bara sína prívat Facebooksíðu til að koma á framfæri skilaboðum til stuðningsmanna sinna, til að mynda með að vitna í skopmyndateiknara Moggans. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bönnuðu framsögu Áslaugar á síðustu stundu Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi er svekkt yfir því að kjörstjórn hafi komið í veg fyrir erindi hennar í Valhöll í dag og telur að ástæðan hafi verið kvörtun frá mótframbjóðanda. 25. janúar 2018 15:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Kosið verður í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni á morgun milli klukkan 10 og 18. Mikill hiti hefur færst í leikinn og virðist slagurinn einkum standa á milli Áslaugar Friðriksdóttur og Eyþórs Arnalds. Eins og sjá mátti til að mynda á þessari frétt Vísis frá í gær. Ekki liggja fyrir neinar skoðanakannanir á fylgi svo vitað sé en það eru leiðir til að geta sér til um hvernig landið liggur. Vísbendingar. Langt er síðan stjórnmálamenn tóku að nýta sér samfélagsmiðla í auglýsingaskyni. Þá er gjarnan sá háttur hafður á að stofnuð er sérstök „læk-síða“, sem er frábrugðin persónulegum Facebook-síðum og kallast samfélagssíður. Allir þeir sem bjóða sig fram í leiðtogaprófkjörinu hafa sett upp slíka síðu. Eða, næstum því allir. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, stendur ekki í slíku.Áslaug og hennar fólk er virkast á Facebook. Spurning hvort það gefur vísbendingu um hvernig fer á morgun.Slíkar síður eru alla jafnan settar upp til að halda utan um eitthvað tiltekið efni, allt það sem snýr að viðkomandi, stjórnmálamanni í þessu tilviki. Þetta eru ekki persónulegar síður heldur er tilteknum afmörkuðum skilaboðum komið á framfæri, þar má gjarnan finna tilkynningar um viðburði og eða myndbönd frá stjórnmálamönnunum þar sem þeir hnykkja á helstu stefnumálum sínum og áherslum. En, ef þessar síður eru skoðaðar kemur á daginn að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi nýtur mests fylgis á Facebook. Þegar Vísir fór á stúfana í morgun til að skoða hvernig landið liggur á þessum mikla og umdeilda samfélagsmiðli þá höfðu 2.152 manns „lækað“ stjórnmálasíðuna Áslaug María Friðriksdóttir.Sérstakar samfélagssíður nota stjórnmálamenn til að koma á framfæri tilkynningum á borð við kosningakaffi.Eyþór Arnalds athafnamaður er í öðru sætinu í þessum efnum. 1,744 hafa sett læk við kosningasíðu hans og ljóst að hann má herða sig, samkvæmt þessu.Síða Eyþórs er þó lífleg vel og virk vel. Þar má til að mynda finna vel unnið myndband þar sem rætt er við félaga hans í Tappa Tíkarass, Jakob Magnússon bassaleikara, sem talar vel um sinn mann og Eyþór sjálfur lýsir því yfir að pönkið sé frelsi. Þau Áslaug og Eyþór hafa mikla yfirburði á þessu sviði og sé litið til þess má ljóst vera að slagurinn er milli þeirra. Vert er þó að setja hér alla fyrirvara á, vitaskuld eru ýmis önnur atriði sem munu ráða úrslitum en virkni á Facebook.Erfitt er að gera greinarmun á persónulegri síðu Kjartans Magnússonar og svo samfélagssíðunni stjórnmálamaðurinn Kjartan Magnússon.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er aftarlega á merinni í þessum efnum. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Ef við viljum lesa einhverjar vísbendingar í virkni á þessum pólitísku síðum frambjóðenda þá mun hann ekki ríða feitum hesti frá kosningunum á morgun. En, þess ber þó að geta að varhugavert gæti reynst að afskrifa Kjartan sem hefur starfað með flokknum frá blautu barnsbeini og er heimagangur í Valhöll sem mun eflaust gagnast honum vel í þessum slag. En, einungis 113 manns hafa smellt á þar til gerðan hnapp til marks um að þeim líki vel þetta tiltekna framtak hans. Kjartan leggur ekki mikið í samfélagssíðuna Kjartan Magnússon stjórnmálamaður og reyndar er erfitt að gera greinarmun á henni og svo persónulegri Facebooksíðu Kjartans.Ábúðarfullur er titillinn á síðu Viðars. Þar er mynd af Ali og á síðunni má finna nokkur myndbandsbrot þar sem hann lýsir grjóthörðum sjónarmiðum sínum. Viðar er mikill talsmaður eignarréttar en hefur þó fengið höfundarréttarvarða mynd Vísis lánaða í prófílinn.Viðar Guðjohnsen er án nokkurs vafa sá maður sem hefur valdið mestum usla í tengslum við leiðtogaslaginn. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir grjóthörð harðlínuhægri-sjónarmið, hreinan og kláran Darwinisma sem gengur út á að þeir sterkustu lifi af. En, þó Viðar sé vaskur júdógarpur þá á hann lítið í þau Áslaugu og Eyþór á þessum vettvangi. En, hann leggur Kjartan: 394 hafa klikkað á læk-hnappinn á samfélagssíðu hans. Vilhjálmur Bjarnason hefur hins vegar ekki haft fyrir því að setja upp sérstaka síðu vegna leiðtogakjörsins eða það að halda utan um allt það sem snýr að stjórnmálamanninum Vilhjálmi. Við erum því að tala um 0 þegar hann er annars vegar í því samhengi. Vilhjálmur notar hins vegar sína persónulegu Facebooksíðu til að koma á framfæri athugasemdum bjóði honum svo við að horfa.Vilhjálmur Bjarnason notar bara sína prívat Facebooksíðu til að koma á framfæri skilaboðum til stuðningsmanna sinna, til að mynda með að vitna í skopmyndateiknara Moggans.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bönnuðu framsögu Áslaugar á síðustu stundu Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi er svekkt yfir því að kjörstjórn hafi komið í veg fyrir erindi hennar í Valhöll í dag og telur að ástæðan hafi verið kvörtun frá mótframbjóðanda. 25. janúar 2018 15:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Bönnuðu framsögu Áslaugar á síðustu stundu Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi er svekkt yfir því að kjörstjórn hafi komið í veg fyrir erindi hennar í Valhöll í dag og telur að ástæðan hafi verið kvörtun frá mótframbjóðanda. 25. janúar 2018 15:45