Kosið í Stjörnuliðin eins og á skólavellinum | Sjáðu hverja LeBron og Curry völdu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 08:30 Fyrirliðanir. vísir/getty Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard. NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard.
NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira