Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vísir/eyþór „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08