Viljum fara úr þátttakendum yfir í að vera sigurvegarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2018 06:00 Darri Freyr Atlason. vísir/eyþór Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira