Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 10:53 Donald Trump þegar hann lenti á flugvellinum í Zürich í Sviss í morgun. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12