Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:59 Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför. vísir/stefán Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti