Þorgerður Katrín stefnir á endurkjör í formannsembætti á landsþingi í mars Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00
Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent