Sif náði með þessu landsleikjafjölda föðurs síns, Atli Eðvaaldssonar. Atli lék sinn sjötugasta og síðasta landsleik á móti Dönum 4.september 1991.
Atli var fyrirliði íslenska landsliðsins í síðasta leiknum en hann var ekki aftur valinn í A-landsliðið eftir að Ásgeir Elíasson tók við liðinu í næsta leik á eftir sem þótti nú umdeilt á sínum tíma.
Sif heldur upp á 33. afmælið sitt í sumar en Atli faðir hennar var á 35. aldursári þegar hann lék sinn sjötugasta landsleik.
Er það ekki sögulegt að feðgin spili bæði sem fyrirliðar í sínum 70. landsleik? @vidirsig. Getur varla hafa gerst annars staðar
— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) January 23, 2018
Þegar Sif fæddist 15. júlí 1985 þá var Atli búinn að leika 38 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá var rúmt ár þangað til að hann fékk fyrirliðabandið í fyrsta skipti en Atli var fyrirliði í 30 síðustu landsleikjum sínum frá 1986 til 1991.
Feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen (88 leikir) og Arnór Guðjohnsen (73) náðu líka báðir að spila sjötíu leiki með íslenska landsliðinu en hvorugur þeirra var þó fyrirliði í sínum sjötugasta leik.