Líf vill leiða lista Vinstri grænna í borginni Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 11:30 Líf Magneudóttir varð forseti borgarstjórnar í september 2016. Aðsent Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, sækist eftir því að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í lok maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf. Líf var kosin forseti borgarstjórnar í lok september 2016 þegar hún tók sæti í borgarstjórn og borgarráði. Hún var varaborgarfulltrúi á árunum 2014 til 2016, formaður mannréttindaráðs, varaformaður skóla- og frístundaráðs og fulltrúi í stjórn Faxaflóahafna. Á kjörtímabilinu 2010 til 2014 átti hún sæti í skóla- og frístundaráði borgarinnar. Hún er menntaður grunnskólakennari, er í sambúð með Snorra Stefánssyni lögmanni og hagfræðingi. Þau eiga fjögur börn á aldrinum fimm til sautján ára og búa í Vesturbæ Reykjavíkur. „Næstu ár eiga eftir að einkennast af örum vexti á öllum sviðum borgarinnar og við þurfum að setja kraft í að takast á við þá vaxtarverki sem fylgja stækkandi borg. Það verður gert með aukinni uppbyggingu húsnæðis, styrkingu almenningssamgangna, eflingu félagslegra- og efnahagslegra innviða með áherslu á þær stoðir sem varða börn og barnafjölskyldur. Þetta eru allt þættir sem snerta daglegt líf borgarbúa með einum eða öðrum hætti. Því skiptir máli að velja flokka sem hafa skýra sýn á þróun borgarinnar til langs tíma, geta hlustað og framkvæmt og átt í góðu samtali við öll þau sem gera þessa borg að því sem hún er. Þannig framboð er Vinstrihreyfingin - grænt framboð og þannig framboð vil ég leiða ásamt öflugum og fjölmennum hópi félaga minna til sigurs í vor,“ segir meðal annars í tilkynningunni frá Líf. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, sækist eftir því að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í lok maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf. Líf var kosin forseti borgarstjórnar í lok september 2016 þegar hún tók sæti í borgarstjórn og borgarráði. Hún var varaborgarfulltrúi á árunum 2014 til 2016, formaður mannréttindaráðs, varaformaður skóla- og frístundaráðs og fulltrúi í stjórn Faxaflóahafna. Á kjörtímabilinu 2010 til 2014 átti hún sæti í skóla- og frístundaráði borgarinnar. Hún er menntaður grunnskólakennari, er í sambúð með Snorra Stefánssyni lögmanni og hagfræðingi. Þau eiga fjögur börn á aldrinum fimm til sautján ára og búa í Vesturbæ Reykjavíkur. „Næstu ár eiga eftir að einkennast af örum vexti á öllum sviðum borgarinnar og við þurfum að setja kraft í að takast á við þá vaxtarverki sem fylgja stækkandi borg. Það verður gert með aukinni uppbyggingu húsnæðis, styrkingu almenningssamgangna, eflingu félagslegra- og efnahagslegra innviða með áherslu á þær stoðir sem varða börn og barnafjölskyldur. Þetta eru allt þættir sem snerta daglegt líf borgarbúa með einum eða öðrum hætti. Því skiptir máli að velja flokka sem hafa skýra sýn á þróun borgarinnar til langs tíma, geta hlustað og framkvæmt og átt í góðu samtali við öll þau sem gera þessa borg að því sem hún er. Þannig framboð er Vinstrihreyfingin - grænt framboð og þannig framboð vil ég leiða ásamt öflugum og fjölmennum hópi félaga minna til sigurs í vor,“ segir meðal annars í tilkynningunni frá Líf.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira