Sú fljótasta á ættir að rekja til Jamaíku: Stefnir á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2018 20:15 Tiana Ósk Whitworth, spretthlaupari úr ÍR, bætti um helgina þriggja ára Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp á 7,47 sekúndum á Stórmóti ÍR. Hún segist hafa haft augastað á metinu. „Ég sá samt ekki fram á að ná því strax á fyrsta móti tímabilsins. Þetta er því vonum framar og boðar gott fyrir tímabilið,“ sagði hún. 100 metra hlaup er hennar sterkasta grein utanhúss og stefnir hún að ná eins langt í greininni og mögulegt er. „Ég lifi fyrir frjálsar og er alltaf að æfa. Ég vil ná eins langt og ég get - ég held að það sé draumur okkar allra sem eru í frjálsum íþróttum að ná inn á Ólympíuleika. Það er mitt aðalmarkmið,“ sagði Tiana. Sjá einnig: Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Tiana Ósk verður átján ára á þessu ári en faðir hennar er Breti sem á ættir að rekja til Jamaíku. Hún hóf þó íþróttaferil sinn í fimleikum en skipti yfir í frjálsar árið 2013. „Ég sé alls ekki eftir því en ég sé heldur ekki eftir því að hafa verið í fimleikum. Ég hef góðan grunn úr fimleikum og maður fær mikinn styrk á að æfa þá.“ Stóra markmið Tiönu Óskar verður að komast á heimsmeistaramót ungmenna sem fer fram í Tampere í sumar. Þá verður hún meðal þátttakenda á Reykjavíkurleikunum sem hefjast á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Tiana Ósk Whitworth, spretthlaupari úr ÍR, bætti um helgina þriggja ára Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp á 7,47 sekúndum á Stórmóti ÍR. Hún segist hafa haft augastað á metinu. „Ég sá samt ekki fram á að ná því strax á fyrsta móti tímabilsins. Þetta er því vonum framar og boðar gott fyrir tímabilið,“ sagði hún. 100 metra hlaup er hennar sterkasta grein utanhúss og stefnir hún að ná eins langt í greininni og mögulegt er. „Ég lifi fyrir frjálsar og er alltaf að æfa. Ég vil ná eins langt og ég get - ég held að það sé draumur okkar allra sem eru í frjálsum íþróttum að ná inn á Ólympíuleika. Það er mitt aðalmarkmið,“ sagði Tiana. Sjá einnig: Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Tiana Ósk verður átján ára á þessu ári en faðir hennar er Breti sem á ættir að rekja til Jamaíku. Hún hóf þó íþróttaferil sinn í fimleikum en skipti yfir í frjálsar árið 2013. „Ég sé alls ekki eftir því en ég sé heldur ekki eftir því að hafa verið í fimleikum. Ég hef góðan grunn úr fimleikum og maður fær mikinn styrk á að æfa þá.“ Stóra markmið Tiönu Óskar verður að komast á heimsmeistaramót ungmenna sem fer fram í Tampere í sumar. Þá verður hún meðal þátttakenda á Reykjavíkurleikunum sem hefjast á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira