Fótbolti

Ísland eða Noregur? María Þórsdóttir í sérstakri stöðu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir. Mynd/Instagram/mariathorisdottir
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Noregi á La Manga í kvöld en það er sterk Íslandstenging í liði Norðamanna í leiknum.

María Þórisdóttir er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og spilar með norska landsliðinu í kvöld. Móðir hennar er norsk.

Hún valdi norska landsliðið á sínum tíma yfir það íslenska en hefur húmor fyrir stöðunni sem hún er í eins og sjá má hér fyrir neðan. María fékk ekki ósk sína uppfyllta að mæta Íslandi á EM í Hollandi en mætir íslensku stelpunum á eftir.







María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 3-0 sigri á Skotlandi í æfingaleik á La Manga fyrr í þessari viku er hún skallaði laglega inn hornspyrnu og innsiglaði sigurinn.

Fyrsti landsleikur Maríu fyrir Noreg var einmitt leikur á móti Íslandi í Algarvebikarnum 6. mars 2015. Leikurinn í kvöld verður hennar 22. A-landsleikur. Hér má sjá tölfræði hennar með norska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×