Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 13:52 Aron Leví Beck er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Aðsend Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00