Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Borgarstjórnarkosningar verða í lok maí. Vísir/Anton Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira