Amazon opnar kassalausa búð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Amazon hefur opnað búð án afgreiðslukassa. vísir/afp Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira