Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 15:00 Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst. VÍSIR/ANTON BRINK Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta. United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta.
United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03