Símsvari Hvíta hússins veldur usla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 14:00 Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Vísir/Getty Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira