Fótbolti

Fyrirliði Leiknis verður líklega sá fyrsti sem Heimir fær til Færeyja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Hlöðversson fagnar sæti í Pepsi-deildinni með Leikni.
Brynjar Hlöðversson fagnar sæti í Pepsi-deildinni með Leikni. vísir/vilhelm
Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Inkasso-deildarliðs Leiknis í Breiðholti, verður líklega fyrsti íslenski leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson fær til sín til Færeyja.

Heimir, sem var rekinn frá FH eftir síðustu leiktíð, tók við starfinu hjá HB sem er stærsta félagið í Færeyjum. Vitað var að hann myndi sækja einhverja leikmenn til Íslands.

Brynjar, sem er samningslaus, staðfestir við fótbolti.net að hann sé í viðræðum við færeyska félagið og að honum lítist vel á það sem er í boði þar.

„Ég persónulega er mjög spenntur fyrir Færeyjar ævintýri. Það er margt sem heillar. Heimir er náttúrulega stór partur af því. Það segir ágætlega mikið um metnaðinn hjá HB að hafa nælt í hann,“ segir Brynjar.

Brynjar Hlöðversson er 28 ára gamall grjótharður miðjumaður sem hefur spilað 176 deildar- og bikarleiki fyrir uppeldisfélagið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×