Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju, samkvæmt nýrri ákvörðun Umhverfisstofnunar.
Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst rennur út á morgun.
Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama.
Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins.
Skorsteini bætt á til að minnka lyktarmengun
United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar.
Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktarmengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu.
Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta.
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon

Tengdar fréttir

Telja starfsleyfið gefið út á fölskum forsendum
Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart kísilveri United Silicon í Helguvík.

United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun
Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag.

Vilja ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík
Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu.