Fíllinn í stofunni Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2018 17:09 Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun