Fyrirsætuferill hinnar sjötugu Maye Musk ekki verið blómlegri í fimmtíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 23:30 May Musk sést hér ganga eftir tískupöllunum á tískuvikunni í New York í byrjun september í fyrra. Vísir/AFP Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21
Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15