Fær engin svör um vegabréfið: „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Málaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir „Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
„Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00