Tóm orð og prósentur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar