

Upp með veskin!
Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður.
Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.
Meira valdaafsal
Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal.
Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd?
Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.
Höfum séð á spilin
Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.
Viðskiptaráð opni sig
En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.
Varnarvísitala láglaunafólks
Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna.
Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks.
Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar