Samhjálp í 45 ár – þakkir til samfélagsins Vörður Leví Traustason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun