„Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 19:45 86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27