Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 14:27 86 var sagt upp störfum hjá Odda fyrr í dag. Vísir/GVA „Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40