Vilja að kyrrsetning á fasteignum, bílum og eignarhlutum Magnúsar verði staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 13:13 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28
Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00