Borðar ekkert nema dýraafurðir: „Rándýrin éta ekki af matseðli“ Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Shawn Baker hefur verið Ævari Austfjörð fyrirmynd í kjötátinu. vísir/vilhelm Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa vegan-lífsstíl og sniðganga allan mat úr dýraríkinu. Kjötætur hafa einnig verið að gera sig gildandi, fólk sem borðar ekkert nema dýr. Meðal annars með þeim rökum að mannskepnan er í grunninn rándýr, kjötæta. Dr. Shawn Baker hefur einungis neytt dýraafurða í rúmt ár. Hann er 51 árs, fyrrum afreksíþróttakappi og segist aldrei hafa verið betur á sig kominn andlega og líkamlega. „Þetta snýst ekkert um að vera á móti vegan. Heldur að vera með kjöti, heilbrigðu mataræði og heilsubót. Þetta er ekkert pólitískt baráttumál. Okkur er alveg sama hvað annað fólk borðar. Það borðar bara það sem það vill og lætur því líða sem best,“ segir Shawn sem telur kjötát allra meina bót. „Mannskepnan er í grunninn kjötæta og hefur veitt, drepið og étið flestar skepnur merkurinnar frá fyrstu tíð. Þegar við skiljum okkur frá hinum prímötunum þróast limaburður okkar og axlir okkar hreyfast öðruvísi en hjá til dæmis sjimpönsum. Það er vegna þess að við vorum alltaf að kasta og þá ekki ávöxtum á milli okkar, heldur spjótum þegar við vorum á veiðum.“ Þegar steingerð mannabein, annars vegar 50.000 ára gömul og 5000 ára gömul hins vegar eru borin saman kemur í ljós að mannskepnan hefur lækkað í loftinu um sex tommur, beinin orðið þynnri, vöðvarnir rýrari og meira að segja heilinn hefur minnkað. Ég tel að við séum gerð úr rauðu kjöti.“ Shawn á hugmyndina að janúar sem alþjóðlegum kjötætumánuði, World Carnivore Month, og kjötætan Ævar Austfjörð, fékk hann til Íslands til þess að boða fagnaðarerindið í „kjötjanúar.“ Þeim félögum ber saman um að þeir hafi aldrei verið jafn vel á sig komnir. Krónískir liðverkir séu horfnir, lundin léttari og þeir hafi fundið aftur gamla snerpu í íþróttaiðkun sinni. Shawn gefur lítið fyrir hugmyndir fólks um mikilvægi grænmetis í mataræði. „Á Íslandi hefur ekki verið mikið um grænmeti. Hvar áttuð þið að fá það fyrir 100 árum? Íslendingar eru með langlífustu þjóðum í heimi. Það er vegna þess að þið hafið lifað á heilbrigðum dýraafurðum, lambakjöti, skyri og sjávarfangi. Þetta er leyndardómurinn að baki hreysti þjóðarinnar.“ Shawn mælir með öllu dýrakjöti, osti og eggjum. Öllu úr jurtaríkinu og öllum kolvetnum er úthýst. Daglegur matseðill hans sjálfs er ennþá einfaldari. „Kíló af steik í morgunmat og kíló af steik að kvöldi. Ég borða ekki nema einu til tvisvar sinnum á dag sem hefur þau jákvæðu áhrif að maður verður ekki svangur. Ég fasta ekkert kerfisbundið, gónandi á skeiðklukku til þess að fylgjast með hvenær ég megi borða. Hvenær borða ég? Þegar ég er svangur. Hvað borða ég? Steik. Hversu mikið borða ég? Þangað til ég er orðinn saddur. Einfalt. Eins og hvert annað dýr. Dýrin eru ekki með matseðil og reiknivél. Þau borða bara. Fólk með venjulega matarlyst og temur sér þetta mataræði endar yfirleitt með því að borða einu sinni til tvisvar á dag.“ Lamb thighs and ribeyes - going down Icelandic style!! #meatheals #worldcarnivoremonth pic.twitter.com/7SeL2NY3SN— SBaker MD (@SBakerMD) January 26, 2018 It's a tough job, but someone's gotta do it! Helping to drive up beef prices in Iceland with 1Kg of ribeye at a nice downtown Reykjavik restaurant #carnivore Feasting!! pic.twitter.com/VgnV6YnwqV— SBaker MD (@SBakerMD) January 26, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa vegan-lífsstíl og sniðganga allan mat úr dýraríkinu. Kjötætur hafa einnig verið að gera sig gildandi, fólk sem borðar ekkert nema dýr. Meðal annars með þeim rökum að mannskepnan er í grunninn rándýr, kjötæta. Dr. Shawn Baker hefur einungis neytt dýraafurða í rúmt ár. Hann er 51 árs, fyrrum afreksíþróttakappi og segist aldrei hafa verið betur á sig kominn andlega og líkamlega. „Þetta snýst ekkert um að vera á móti vegan. Heldur að vera með kjöti, heilbrigðu mataræði og heilsubót. Þetta er ekkert pólitískt baráttumál. Okkur er alveg sama hvað annað fólk borðar. Það borðar bara það sem það vill og lætur því líða sem best,“ segir Shawn sem telur kjötát allra meina bót. „Mannskepnan er í grunninn kjötæta og hefur veitt, drepið og étið flestar skepnur merkurinnar frá fyrstu tíð. Þegar við skiljum okkur frá hinum prímötunum þróast limaburður okkar og axlir okkar hreyfast öðruvísi en hjá til dæmis sjimpönsum. Það er vegna þess að við vorum alltaf að kasta og þá ekki ávöxtum á milli okkar, heldur spjótum þegar við vorum á veiðum.“ Þegar steingerð mannabein, annars vegar 50.000 ára gömul og 5000 ára gömul hins vegar eru borin saman kemur í ljós að mannskepnan hefur lækkað í loftinu um sex tommur, beinin orðið þynnri, vöðvarnir rýrari og meira að segja heilinn hefur minnkað. Ég tel að við séum gerð úr rauðu kjöti.“ Shawn á hugmyndina að janúar sem alþjóðlegum kjötætumánuði, World Carnivore Month, og kjötætan Ævar Austfjörð, fékk hann til Íslands til þess að boða fagnaðarerindið í „kjötjanúar.“ Þeim félögum ber saman um að þeir hafi aldrei verið jafn vel á sig komnir. Krónískir liðverkir séu horfnir, lundin léttari og þeir hafi fundið aftur gamla snerpu í íþróttaiðkun sinni. Shawn gefur lítið fyrir hugmyndir fólks um mikilvægi grænmetis í mataræði. „Á Íslandi hefur ekki verið mikið um grænmeti. Hvar áttuð þið að fá það fyrir 100 árum? Íslendingar eru með langlífustu þjóðum í heimi. Það er vegna þess að þið hafið lifað á heilbrigðum dýraafurðum, lambakjöti, skyri og sjávarfangi. Þetta er leyndardómurinn að baki hreysti þjóðarinnar.“ Shawn mælir með öllu dýrakjöti, osti og eggjum. Öllu úr jurtaríkinu og öllum kolvetnum er úthýst. Daglegur matseðill hans sjálfs er ennþá einfaldari. „Kíló af steik í morgunmat og kíló af steik að kvöldi. Ég borða ekki nema einu til tvisvar sinnum á dag sem hefur þau jákvæðu áhrif að maður verður ekki svangur. Ég fasta ekkert kerfisbundið, gónandi á skeiðklukku til þess að fylgjast með hvenær ég megi borða. Hvenær borða ég? Þegar ég er svangur. Hvað borða ég? Steik. Hversu mikið borða ég? Þangað til ég er orðinn saddur. Einfalt. Eins og hvert annað dýr. Dýrin eru ekki með matseðil og reiknivél. Þau borða bara. Fólk með venjulega matarlyst og temur sér þetta mataræði endar yfirleitt með því að borða einu sinni til tvisvar á dag.“ Lamb thighs and ribeyes - going down Icelandic style!! #meatheals #worldcarnivoremonth pic.twitter.com/7SeL2NY3SN— SBaker MD (@SBakerMD) January 26, 2018 It's a tough job, but someone's gotta do it! Helping to drive up beef prices in Iceland with 1Kg of ribeye at a nice downtown Reykjavik restaurant #carnivore Feasting!! pic.twitter.com/VgnV6YnwqV— SBaker MD (@SBakerMD) January 26, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira