Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 12:02 Dagur B. Eggertsson mun leiða lista Samfylkingarinnar. Vísir/Hanna Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47