Til skoðunar að setja hluta Sæbrautar í stokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 11:50 Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, á sviði. Vísir/Hanna Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00
Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18