Lindsey Vonn brotnaði niður og grét á fyrsta blaðamannafundi sínum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 10:30 Lindsey Vonn á fundinum. Vísir/Getty Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti