Limlestingar Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar