Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Jólin mín eru að enda. Flestir eru löngu búnir að taka niður allt skraut og þessi litlu ljós sem margir hafa ákveðið að skilja eftir til að lýsa okkur leið gegnum skammdegið heita nú vetrarljós en ekki jólaljós. En ég var í burtu um jólin svo ég ákvað að hafa jólin áfram eitthvað inn í janúar. Aðfangadegi eyddi ég í níu þúsund kílómetra fjarlægð, í tjaldspítala Rauða krossins í flóttamannabúðum í suðaustur Bangladess sem heita Kutupalong. Það er ekki staður sem margir kannast við – en þar býr í dag rúmlega hálf milljón manna, fólk sem áður bjó í Myanmar en flúði þaðan vegna ofbeldis. Ástæðurnar fyrir ofbeldinu eru sjálfsagt margvíslegar en aðalástæðan er sú að þetta fólk sem kallar sig Róhingja er ekki velkomið í Myanmar þó það hafi búið þar um aldir. Það aðhyllist aðra trú en meginþorri fólks í Myanmar og hefur aðra siði, stundum er það nóg til að fólk sé ekki velkomið í eigin landi. Þúsundir Róhingja hafa verið drepnir, konum nauðgað og heilu þorpin brennd til grunna til að flæma þetta fólk frá heimkynnum sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað þetta þjóðernishreinsanir. Rauði krossinn kallar þetta ekki neitt. Það er ekki okkar að dæma um það, við reynum bara að hjálpa öllum þeim sem eiga um sárt að binda hver svo sem ástæðan er. Þetta fólk þarf hjálp. Þarna er nú rúmlega hálf milljón manna sem hefur ekkert. Það er auðvelt að segja orðin – hálf milljón manns sem hefur ekkert – en það er erfitt að ímynda sér aðstæðurnar og erfitt að lýsa þeim. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður hefur í tæpan klukkutíma gengið gegnum hreysi búin til úr bambus og plastpokum þar sem tötraleg börn ráfa um og lyktin af úrgangi liggur yfir öllu. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður kemur upp á smá hæð í landslaginu og áttar sig þá á því að búðirnar ná eins langt og augað eygir í allar áttir. Þær eru endalausar og það bara þyrmir yfir mann. Verkefnið að hjálpa öllu þessu fólki virðist vera óyfirstíganlegt, nánast ómögulegt.Það er hægt að hjálpa En það er það ekki. Það þarf bara að finna peninga og starfsfólk til að grafa fyrsta brunninn niður á heilnæmt vatn, senda fyrsta vörubíllinn með mat, kaupa fyrstu skammtana af bóluefnum, koma upp heilsugæslu. Þetta verk er þegar byrjað. Ég fór til Bangladess um miðjan desember til að vinna í neyðartjaldspítala sem Rauði krossinn starfrækir í þessum búðum. Í einu tjaldinu er skurðstofa og þar var mín vinnustöð að mestu því ég er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Í öðrum tjöldum eru bráðamóttaka, fæðingardeild, rannsóknardeild, röntgendeild, einangrun og legudeildir. Það er auðvitað takmarkað hvað hægt er að gera af aðgerðum við svona aðstæður en á þessum mánuði sem ég vann þarna gerðum við um tvö hundruð aðgerðir. Aðgerðir sem ekki hefðu verið gerðar ef við værum ekki þarna. Þetta voru ýmiss konar bráðaaðgerðir til dæmis vegna ofbeldis, slysa, bruna og svo auðvitað fjölmargir keisaraskurðir – stundum til að bjarga barninu en stundum því miður til að bjarga móðurinni. Þetta er harður heimur, heimur sem flest okkar hér á Íslandi þekkjum ekki. Fyrir okkur er sjálfsagt að barn fæðist heilbrigt og að móður og barni heilsist vel eftir fæðingu en í flóttamannabúðunum í Kutupalong er ekkert sjálfsagt við það. Eins eru mislingar í okkar huga bara eitthvað úr fortíðinni og sumum finnst ekki taka því að bólusetja fyrir þeim lengur – en í Kutupalong geisar mislingafaraldur og börn koma dauðveik á spítalann okkar, fara beint inn í einangrunartjaldið og fá alla meðferð sem hægt er að bjóða upp á en engu að síður deyja mörg börn í þessu tjaldi. En mörgum er hægt að bjarga. Neyðin í Kutupalong er ólýsanleg, öll hjálp er vel þegin og það þarf ekki að fara til Bangladess til að hjálpa. Hver sem er getur hjálpað þessu fólki, líka þú. Það þarf nefnilega peninga til að reka svona flóttamannabúðir, kaupa vatn, mat, byggingarefni, bóluefni, sýklalyf og allt annað. Ef þú vilt hjálpa er hægt að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og þá fara 1900 krónur af símreikningnum þínum í þetta hjálparstarf. Eða fara inn á raudikrossinn.is til að fá meiri upplýsingar. Höfundur svæfinga- og gjörgæslulæknir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Jólin mín eru að enda. Flestir eru löngu búnir að taka niður allt skraut og þessi litlu ljós sem margir hafa ákveðið að skilja eftir til að lýsa okkur leið gegnum skammdegið heita nú vetrarljós en ekki jólaljós. En ég var í burtu um jólin svo ég ákvað að hafa jólin áfram eitthvað inn í janúar. Aðfangadegi eyddi ég í níu þúsund kílómetra fjarlægð, í tjaldspítala Rauða krossins í flóttamannabúðum í suðaustur Bangladess sem heita Kutupalong. Það er ekki staður sem margir kannast við – en þar býr í dag rúmlega hálf milljón manna, fólk sem áður bjó í Myanmar en flúði þaðan vegna ofbeldis. Ástæðurnar fyrir ofbeldinu eru sjálfsagt margvíslegar en aðalástæðan er sú að þetta fólk sem kallar sig Róhingja er ekki velkomið í Myanmar þó það hafi búið þar um aldir. Það aðhyllist aðra trú en meginþorri fólks í Myanmar og hefur aðra siði, stundum er það nóg til að fólk sé ekki velkomið í eigin landi. Þúsundir Róhingja hafa verið drepnir, konum nauðgað og heilu þorpin brennd til grunna til að flæma þetta fólk frá heimkynnum sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað þetta þjóðernishreinsanir. Rauði krossinn kallar þetta ekki neitt. Það er ekki okkar að dæma um það, við reynum bara að hjálpa öllum þeim sem eiga um sárt að binda hver svo sem ástæðan er. Þetta fólk þarf hjálp. Þarna er nú rúmlega hálf milljón manna sem hefur ekkert. Það er auðvelt að segja orðin – hálf milljón manns sem hefur ekkert – en það er erfitt að ímynda sér aðstæðurnar og erfitt að lýsa þeim. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður hefur í tæpan klukkutíma gengið gegnum hreysi búin til úr bambus og plastpokum þar sem tötraleg börn ráfa um og lyktin af úrgangi liggur yfir öllu. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður kemur upp á smá hæð í landslaginu og áttar sig þá á því að búðirnar ná eins langt og augað eygir í allar áttir. Þær eru endalausar og það bara þyrmir yfir mann. Verkefnið að hjálpa öllu þessu fólki virðist vera óyfirstíganlegt, nánast ómögulegt.Það er hægt að hjálpa En það er það ekki. Það þarf bara að finna peninga og starfsfólk til að grafa fyrsta brunninn niður á heilnæmt vatn, senda fyrsta vörubíllinn með mat, kaupa fyrstu skammtana af bóluefnum, koma upp heilsugæslu. Þetta verk er þegar byrjað. Ég fór til Bangladess um miðjan desember til að vinna í neyðartjaldspítala sem Rauði krossinn starfrækir í þessum búðum. Í einu tjaldinu er skurðstofa og þar var mín vinnustöð að mestu því ég er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Í öðrum tjöldum eru bráðamóttaka, fæðingardeild, rannsóknardeild, röntgendeild, einangrun og legudeildir. Það er auðvitað takmarkað hvað hægt er að gera af aðgerðum við svona aðstæður en á þessum mánuði sem ég vann þarna gerðum við um tvö hundruð aðgerðir. Aðgerðir sem ekki hefðu verið gerðar ef við værum ekki þarna. Þetta voru ýmiss konar bráðaaðgerðir til dæmis vegna ofbeldis, slysa, bruna og svo auðvitað fjölmargir keisaraskurðir – stundum til að bjarga barninu en stundum því miður til að bjarga móðurinni. Þetta er harður heimur, heimur sem flest okkar hér á Íslandi þekkjum ekki. Fyrir okkur er sjálfsagt að barn fæðist heilbrigt og að móður og barni heilsist vel eftir fæðingu en í flóttamannabúðunum í Kutupalong er ekkert sjálfsagt við það. Eins eru mislingar í okkar huga bara eitthvað úr fortíðinni og sumum finnst ekki taka því að bólusetja fyrir þeim lengur – en í Kutupalong geisar mislingafaraldur og börn koma dauðveik á spítalann okkar, fara beint inn í einangrunartjaldið og fá alla meðferð sem hægt er að bjóða upp á en engu að síður deyja mörg börn í þessu tjaldi. En mörgum er hægt að bjarga. Neyðin í Kutupalong er ólýsanleg, öll hjálp er vel þegin og það þarf ekki að fara til Bangladess til að hjálpa. Hver sem er getur hjálpað þessu fólki, líka þú. Það þarf nefnilega peninga til að reka svona flóttamannabúðir, kaupa vatn, mat, byggingarefni, bóluefni, sýklalyf og allt annað. Ef þú vilt hjálpa er hægt að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og þá fara 1900 krónur af símreikningnum þínum í þetta hjálparstarf. Eða fara inn á raudikrossinn.is til að fá meiri upplýsingar. Höfundur svæfinga- og gjörgæslulæknir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun