Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. september 2025 07:32 Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar