Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar 27. september 2025 11:32 Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun