Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar 27. september 2025 11:32 Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar