Mátti neita lesbíum um brúðartertu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 06:03 Bakarinn var ekki neyddur til að setja kökuskraut sem þetta á topp brúðartertunnar. VÍSIR/GETTY Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira