Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 17:45 Glamour/Getty Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar. Mest lesið Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour Normcore auglýsingaherferð Balenciaga Glamour Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour
Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar.
Mest lesið Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour Normcore auglýsingaherferð Balenciaga Glamour Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour