Kastað yfir baðkarsbrúnina og fíkniefnunum komið fyrir inni í henni Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 15:30 Sláandi saga í síðasta þætti af Burðardýrum. „Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.
Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30
Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45
Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45