Sport

Samþykkti samningstilboð en hætti svo við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McDaniels er ánægður í Boston. Hann fékk líka kauphækkun.
McDaniels er ánægður í Boston. Hann fékk líka kauphækkun. vísir/getty
Indianapolis Colts gaf frá sér yfirlýsingu í gær að Josh McDaniels yrði nýr þjálfari liðsins. Sú yfirlýsing var dregin til baka skömmu síðar er McDaniels hætti við á elleftu stundu.

McDaniels er sóknarþjálfari New England Patriots. Hann hafði verið í viðræðum um að taka við Colts síðan úrslitakeppnin hófst. Hann samþykkti svo samningstilboðið forráðamönnum Colts til mikillar gleði. McDaniels var búinn að kveðja starfsfólk Patriots og taka allar sínar eigur með heim úr vinnunni áður en honum snérist hugur.

Fólkið á skrifstofunni hjá Colts trúði vart eigin augum er þeir sáu skilaboð frá honum skömmu síðar um að hann væri hættur við.

McDaniels ætlar að vera áfram hjá Patriots. Jákvætt fyrir þá eftir að hafa misst varnarþjálfarann Matt Patricia til Detroit.

Þessi sinnaskipti gera ekki góða hluti fyrir orðspor þjálfarans og munu hugsanlega skemma fyrir honum síðar meir er hann vill fá tækifæri sem aðalþjálfari.

Þessu tísti var eytt fljótlega eftir að það fór í loftið.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×