Línan er stílhrein og afslöppuð, og inniheldur bæði sumarlega kjóla og dragt fyrir skrifstofuna. Litir eins og hvítur, dökkblár, rauður og grænn fá að njóta sín. Japanskur minimalísmi var aðalinnblástur línunnar, sem skilar sér í hreinum línum, síðkjólum í björtum litum og léttum blússum.
Línan verður fáanleg í H&M Smáralind þann 1. mars. Við höfum augastað á nokkrum vel völdum flíkum, eins og græna prjónasettinu, dökkbláu dragtinni og eyrnalokkunum. 1. mars, komdu fljótt!







