Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 08:45 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í janúar. Vísir Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent