Drónar passa upp á dróna á Ólympíuleikunum í Pyeongchang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 10:30 Dróni, Vísir/Getty Ólympíuleikarnir hefjast í Pyeongchang á föstudaginn og það er að mörgu að hyggja þegar kemur að öryggismálum í kringum leikana. Eitt af því sem hefur breyst mikið á síðustu árum er að drónar eru nú mun algengari en þeir voru áður. Þetta þýðir að það er komin ný „ógn“ úr lofti á Ólympíusvæðinu. Skipuleggendur leikanna hafa fundið svar við því þeir ætla meðal annars að nota sérstaka dróna til að passa upp á þessa dróna. Lögreglu-drónarnir munu mynda net og koma þar með í veg fyrir að óæskilegir drónar komist inn á svæðið. Þyrlur verða líka notaðar en svæðið verður enn öruggara með hjálp eftirlitsdrónanna. Drónalausa svæðið mun ná vel út fyrir sjálft Ólympíusvæðið og því mun aðvífandi drónar vera stöðvaðir löngu áður en þeir komast inn á sjálft svæðið. Menn óttast meðal annars um að slíkir drónar séu ekki aðeins að „njósna“ um það sem fer fram heldur gætu hryðjuverkamenn einnig notað þá til að koma sprengjum inn á svæðið.South Korea has drone-catching drones and signal-jamming drone guns for the 2018 Winter Olympics, per @RyanYoung44https://t.co/z06sYOPnhSpic.twitter.com/fftdS466dU — Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2018 Lögreglumenn verða líka með svokallaðr drónabyssur sem virka þannig að ef menn skjóta á dróna þá lokast á allar sendingar til drónans og hann lendir á jörðinni. 60 þúsund manna æfing fór fram á dögunum þar sem 50 þúsund hermenn og tíu þúsund sérsveitarmenn brugðust við því að hryðjuverkamenn voru að nota dróna til að sprengja upp rútu með íþróttafólki innanborðs. Menn eru því undirbúnir fyir allt mögulegt enda lifum við á miklum hryðjuverkatímum. Setningarathöfn Ólympíuleikanna fer fram á föstudaginn kemur en hún hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í Pyeongchang á föstudaginn og það er að mörgu að hyggja þegar kemur að öryggismálum í kringum leikana. Eitt af því sem hefur breyst mikið á síðustu árum er að drónar eru nú mun algengari en þeir voru áður. Þetta þýðir að það er komin ný „ógn“ úr lofti á Ólympíusvæðinu. Skipuleggendur leikanna hafa fundið svar við því þeir ætla meðal annars að nota sérstaka dróna til að passa upp á þessa dróna. Lögreglu-drónarnir munu mynda net og koma þar með í veg fyrir að óæskilegir drónar komist inn á svæðið. Þyrlur verða líka notaðar en svæðið verður enn öruggara með hjálp eftirlitsdrónanna. Drónalausa svæðið mun ná vel út fyrir sjálft Ólympíusvæðið og því mun aðvífandi drónar vera stöðvaðir löngu áður en þeir komast inn á sjálft svæðið. Menn óttast meðal annars um að slíkir drónar séu ekki aðeins að „njósna“ um það sem fer fram heldur gætu hryðjuverkamenn einnig notað þá til að koma sprengjum inn á svæðið.South Korea has drone-catching drones and signal-jamming drone guns for the 2018 Winter Olympics, per @RyanYoung44https://t.co/z06sYOPnhSpic.twitter.com/fftdS466dU — Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2018 Lögreglumenn verða líka með svokallaðr drónabyssur sem virka þannig að ef menn skjóta á dróna þá lokast á allar sendingar til drónans og hann lendir á jörðinni. 60 þúsund manna æfing fór fram á dögunum þar sem 50 þúsund hermenn og tíu þúsund sérsveitarmenn brugðust við því að hryðjuverkamenn voru að nota dróna til að sprengja upp rútu með íþróttafólki innanborðs. Menn eru því undirbúnir fyir allt mögulegt enda lifum við á miklum hryðjuverkatímum. Setningarathöfn Ólympíuleikanna fer fram á föstudaginn kemur en hún hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira