„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 22:34 Ryan Seacrest við störf í hinni gríðarvinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol. Vísir/Getty Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30